Á nýju ári hefst að venju ný önn í æskulýðsstarfi kirkjunnar. Leiðtogar starfsins komu saman í upphafi árs og bjuggu til dagskrár fram á vor. Af nógu er að taka enda spannar æskulýðsstarf Digraneskirkju allt frá smá krílum upp í stóra og stæðilega unglinga með bílpróf. Sjá nánar.
- Á sunnudögum er sunnudagaskóli í kirkjunni og hefst hann, eins og messurnar, kl. 11:00
- Á mánudagskvöldum hittist MEME movie sem er æskulýðsfélag fyrir 16-20 ára.
- Á þriðjudögum er 10-12 ára starf KFUM og KFUK í kirkjunni.
- Á fimmtudögum er 6-9 ára starfið og sameiginlegt starf MEME Junior og Senior.
Allir eru hvattir til að taka þátt í því fjölbreytta starfi sem kirkjan býður upp á.
15. janúar 2010 - 12:41
Guðmundur Karl Einarsson