Það var sannarlega handagangur í öskunni á fundi 10-12 ára starfs KFUM og KFUK í Digraneskirkju fyrr í dag. Þar voru hressir krakkar önnum kafin að pakka inn gjöfum fyrir verkefnið Jól í Skókassa.
Verkefnið er unnið á vegum KFUM og KFUK og felst í að setja ýmsar gjafir í skókassa. Skókassarnir eru síðan sendir til Úkraínu þar sem munaðarlaus börn eru glödd á jólunum.
2. nóvember 2010 - 11:18
Guðmundur Karl Einarsson