Í gær, sunnudaginn 6. mars, stóð ÆSKR fyrir margmiðlunarguðsþjónustu í Digranesirkju. Þá var ýmis konar tækni notuð við helgihaldið, s.s. sms, video, Twiter, Facebook, Youtube, tölvutónlist og tölvubænir svo eitthvað sé nefnt. Það er óhætt að segja að upplifunin hafi verið óvenjuleg en ánægjuleg enda ekki á hverjum degi sem prestarnir sjást nota bæði iPad og iPhone í messum.
7. mars 2011 - 06:29
Guðmundur Karl Einarsson