Uppstigningardagur er kirkjudagur aldraðra.
Guðsþjónusta verður í Hjallakirkju í samstarfi við Hjallakirkju kl. 14.
Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á kaffi og “hnallþórur”
sr. Íris Kristjánsdóttir annast um helgihaldið ásamt presti úr Digraneskirkju.
Um kvöldið verður Bílamessa kl. 20 í Digraneskirkju.
Þá koma félagar úr Fornbílaklúbbnum ásamt vonandi fleiri klúbbum sem hafa sérstakan áhuga á þeim menningararfi þjóðarinnar sem varðveittur er í gömlum bílum. Öllum er velkomið að koma með áhugaverða bíla til sýnis á bílaplani kirkjunnar, þó svo þeir séu ekki aldurhnignir 🙂
Bílarnir verða til sýnis á bílaplani kirkjunnar og Fornbílaklúbburinn býður upp á gamaldags kirkjukaffi eftir messuna.
Einar Clausen syngur að venju “Áfram veginn í vagninum ek ég”.
sr. Gunnar Sigurjónsson annast um helgihaldið í Bílamessunni.
Allir eru velkomnir.
17. apríl 2012 - 15:00
Sr. Gunnar Sigurjónsson