Sunnudaginn 11. nóvember kl. 11 verður sunnudagaskólinn á neðri hæð kirkjunnar. Við höldum áfram að setja lauf á góðverkatréð. Heyrum um drenginn sem hjálpaði Jesú. Leiðtogarnir Ingibjörg, Sigrún Birna, Sara og Ásta bjóða öll börn og forráðamenn velkomna.
Kristniboðsdagurinn. Á efri hæðinni messar sr. Gunnar Sigurjónsson ásamt kór Digraneskirkju undir stjórn Zbigniew Zuchowicz og messuþjónum. Gestir dagsins eru félagar frá Gídeonfélaginu. Þeir flytja hugleiðingu og kynna hið mikilvæga starf félagsins. Ritningartextar
7. nóvember 2012 - 11:33
Sr. Magnús Björn Björnsson