Sunnudaginn 3. mars verður mikið fjör í Digraneskirkju.  Í tilefni af æskulýðsdeginum verðum við með sameiginlegt helgihald í kapellunni á neðri hæð.
Þennan dag væntum við þess að sjá sem flesta, börn, unglinga og fullorðna.

Börn í sunnudagaskólanum syngja og leiða helgihaldið. Börn úr 6-9 ára starfinu sýna stuttmynd sem þau hafa gert.   Unglingar lesa bænir og  ritningarlestra og eldri unglingar og fullorðnir aðstoða eftir fremsta megni – sérstaklega þegar kemur að pulsuveislunni  eftir stundina.

 

Þetta verður frábær fjölskyldustund!!!

_DSC0075

_DSC0084_DSC0052_DSC0068

26. febrúar 2013 - 14:30

Sr. Gunnar Sigurjónsson