Brottfarir á Landsmót
Af höfuðborgarsvæðinu verður farið frá Digraneskirkju í Kópavogi.
Mæting er kl. 16:10 og rútur fara stundvíslega kl. 16:30.
Rúturnar koma aftur að Digraneskirkju kl. 13: 00 á sunnudag.
Landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar verður sett í Reykjanesbæ á morgun. Í ár verða 640 þátttakendur á landsmótinu, 500 þáttakendur ásamt á annað hundrað leiðtogum og sjálfboðaliðum. Þetta er fjölmennasta landsmótið sem hefur verið haldið til þessa. Að þessu sinni ætla unglingarnir í æskulýðsfélögunum að fræðast um fátækt og baráttuna gegn henni og safna fé til að styrkja Framtíðarsjóð Hjálparstarfs kirkjunnar.
24. október 2013 - 13:22
Sr. Gunnar Sigurjónsson