Laugardaginn 1. mars næstkomandi kl. 13:00 mun Kópavogsbær ásamt Sögufélagi Kópavogs minnast skelfilegra atvika við Kópavogslækinn fyrir 140 árum. Þá drukknuðu systkin tvö á unglingsaldri í læknum á leið sinni úr Reykjavík í Hvammkot (Fífuhvamm). Þriðja systkinið sem var með í för komst af við illan leik. Athöfn verður við lækinn þar sem talið er að slysið hafi orðið, rétt neðan við Digraneskirkju og afhjúpað minnismerki um það. Vonast er til að sem flestir verði viðstaddir athöfnina, þægilegasta aðkoman er frá bílastæði Digraneskirkju. (tekið af vef Sögufélags Kópavogs)
26. febrúar 2014 - 12:47
Sr. Gunnar Sigurjónsson