Sunnudagaskólinn er í kapellu á neðri hæð kirkjunnar kl. 11. Eftir stundina verður föndrað. Umsjón í höndum Ingibjargar, Söru og Áslaugar.
Messa kl. 11. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson. Félagar úr Samkór Kópavogs leiða safnaðarsöng undir styrkri stjórn organistans Sólveigar Sigríðar Einarsdóttur. Messuhópur A hefur messuþjónustu. Létt máltíð í Safnaðarsal eftir messu og sunnudagaskóla.
Lofgjörðarguðsþjónusta kl. 15 í kapellunni. Sveinn Alfreðsson, guðfræðingur, verður með hugleiðingu. Tríó Gunnars Böðvarssonar leiðir lofgjörðina.
13. mars 2014 - 11:24
Sr. Magnús Björn Björnsson