Næsta sunnudag, 16. nóvember mun vígslubiskupinn í Skálholti, séra Kristján Valur Ingólfsson heimsækja söfnuðinn og kynna sér starf og stefnu Digraneskirkju.
Hann mun prédika í messunni sem er klukkan 11. sr. Magnús Björn Björnsson leiðir messuna og hinir prestarnir, sr. Gunnar Sigurjónsson og sr. Ursula Árnadóttir verða til aðstoðar.
Bjartur Logi Guðnason verður við orgelið en hann er stjórnandi Söngvina, kórs eldri borgara í Kópavogi. Þau munu annast um safnaðarsönginn.
Eftir messuna verður léttur hádegisverður að venju í safnaðarsalnum og eftir það mun hann eiga fundi með prestum, sóknarnefndarfólki og starfsfólki kirkjunnar.
11. nóvember 2014 - 12:32
Sr. Gunnar Sigurjónsson