Sunnudaginn 1. mars ætlum við að halda upp á æskulýðsdaginn. Sunnudagaskólinn, börn úr 6-9, 10-12 og fermingarbörnin, ásamt meme, koma saman í guðsþjónustunni kl. 11. Við sýnum videó, biðjum bænir og syngjum saman og heyrum um vináttu. Helena Ýr Stefánsdóttir og Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir leika forspil á fiðlur. Sólveig organisti leikur á flygilinn undir gömul og ný sunnudagaskólalög.
Eftir guðsþjónustuna verður pylsuveisla í safnaðarsalnum.
Kl. 13.30 verður sýnt leikritið Upp, upp um æsku Hallgríms Péturssonar af Stoppleikhópnum.
24. febrúar 2015 - 18:13
Sr. Magnús Björn Björnsson