Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 27. september n.k. kl. 11.
Í messunni þjónar sr. Magnús Björn Björnsson og með honum góður hópur messuþjóna. Sólveig Sigríður Einarsdóttir, organisti, stjórnar Drengjakór Íslenska Lýðveldisins, sem er fullvaxinn karlakór. Þeir munu syngja hressileg kórlög í messunni ásamt því að leiða safnaðarsöng.
Niðri er sunnudagaskólinn með Náttfataball fyrir yngstu börnin. Allir mega þá koma í náttfötum í tilefni dagsins. Þar verða Hafdís og Klemmi hress og kát.
Á sunnudaginn verður hádegisverðurinn framreiddur á neðri hæð kirkjunnar eftir messu og sunnudagaskóla.
Verið hjartanlega velkomin og njótum dagsins.
21. september 2015 - 11:28
Sr. Magnús Björn Björnsson