Messa kl. 11 á sunnudaginn. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari, en hljómsveitin Ávextir andans leiðir safnaðarsöng. Ljúf tónlist og söngur.
Á neðri hæð kirkjunnar er sunnudagaskólinn. Þar segja Heiðrún, Áslaug og Sara sögur úr Biblíunni og syngja fjörug sunnudagaskólalög með börnunum.
Eftir messu er hádegisverður í Safnaðarsalnum. Allir velkomnir í notalegt samfélag.
Kl. 20 er Tómasarmessa í Beiðholtskirkju. Við hvetjum alla til að kynna sér þær.
21. október 2015 - 12:14
Sr. Magnús Björn Björnsson