Á sunnudaginn er þriðji sunnudagur eftir páska. Við höldum áfram að gleðjast yfir páskunum og því sem gerðist þá. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari og með honum Kammerkór Digraneskirkju, sem sló í gegn á prestastefnu. Stjórnandi er Sólveig Sigríður Einarsdóttir.
Á neðri hæðinni er sunnudagaskólinn undir frábærri stjórn Áslaugar, Heiðrúnar og Söru.
Eftir messu er hádegisverður og gott samfélag í Safnaðarsalnum. Verið öll hjartanlega velkomin.
15. apríl 2016 - 22:44
Sr. Magnús Björn Björnsson