Safnaðarferð Digranessóknar með fornbílum 28. maí 2016

 Skráning – Þátttökugjald kr. 2.000

Drög að ferðaáætlun

Digraneskirkja – Nesjavellir – Ljósafoss – Selfoss – Digraneskirkja

Mæting við Digraneskirkju klukkan 9 og brottför þaðan klukkan 10.
Digranessöfnuður býður upp á létta morgunhressingu áður en lagt er af stað.

Ekið verður austur Nesjavallaleið, stoppað á útsýnisplani ofan við virkjunina og svo haldið áfram að Úlfljótsvatni þar sem kirkjan á staðnum verður skoðuð.
Næsti áningarstaður er Ljósafossstöð og þar gefst fólki kostur á að skoða margmiðlunarsýningu um virkjanir landsins.
Þaðan förum við á Selfoss þar sem verður tekið á móti hópnum í safnaðarheimili Selfosssóknar.
Að endingu verður Bíla- og flugvélasafn Einars El heimsótt.

Áætluð heimkoma er milli 17 og 18.

Þátttökugjald (kr. 2.000) verður í ferðina en það er fyrir hádegismat og skoðunarferðir

Nauðsynlegt er að skrá sig – það má gera með því að smella hér

Nákvæmari leiðarlýsing:
Suðurlandsvegur [1] að vegi [431] (Geitháls)
Vegur [431] að vegi [435] austur yfir Mosfellsheiði um Dyradali að Nesjavöllum. Útsýnisstopp ofan við virkjunina.
Vegur [360] sunnan við Þingvallavatn að Úlfljótsvatni þar sem kirkjan á staðnum verður skoðuð.
Áfram að Ljósafossstöð (móttaka hjá Landsvirkjun). Þórhalla: thorhallara(hjá)lv.is
Þaðan að Ljósavatnsskóla (hádegishressing). Óli Ben s: 695 4099
Vegur [36] að Þrastarlundi og þaðan vegur [36] að og eftir vegi [1] á Selfoss.
Móttaka hjá Selfosssókn þar sem fornbílamenn og -konur á Suðurlandi geta hitt hópinn.
Heimsókn á “herminjasafn” á Kaldaðarnesi.
Vegur [1] sem leið liggur að Digraneskirkju, þar sem ferðinni lýkur.

 

18. apríl 2016 - 13:08

Sr. Gunnar Sigurjónsson