Messa kl. 11. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari. Sólveig Sigríður Einarsdóttir er organisti og Ásdís Arnalds leiðir safnaðarsöng. Guðrún Embla Finnsdóttir leikur á fiðlu. Prédikun dagsins fjallar um fyrirgefninguna og útskýringu Jesú með dæmisögunni um skulduga þjóninn.
Á neðri hæðinni er sunnudagaskólinn undir frábærri stjórn Eline, Heiðrúnar og Söru.
Eftir messu er indælis hádegisverður í Safnaðarsalnum, sem húsmóðirin Ólöf I. Jónsdóttir reiðir fram. Fjölskylduverð er kr. 1000, en kr. 500 fyrir einstaklinga.
19. október 2016 - 17:16
Sr. Magnús Björn Björnsson