Digranessókn auglýsir eftir æskulýðsfulltrúa í 70% starf.
Við leitum að reglusömum, skemmtilegum og áreiðanlegum einstaklingi sem hefur til að bera frumkvæði og kraft, góða samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Ekki er verra ef viðkomandi er með reynslu úr starfi með börnum og unglingum, uppeldis-, leiðtoga-, djákna-, eða guðfræðimenntun eða haldgóða reynslu úr kristilegu æskulýðsstarfi.
Helstu verkefni:
Skipulag starfsins, þátttaka og ráðning starfsfólks
Skipulag fermingarfræðslu og jólastundir skóla
Ábyrgð á framkvæmd sameiginlegra viðburða
Vera tengiliður við leiðtoga og annast daglega umsýslu
Þátttaka í samráðsfundum með öðru starfsfólki sóknarinnar.
Umsóknarfrestur er til 1. júlí. Ráðið verður í starfið frá 1. ágúst nk.
Umsóknir berist sóknarpresti og formanni sóknarnefndar gunnar(hjá)digraneskirkja.is & margretl (hja)internet.is
Upplýsingar veita sömu aðilar.
Sími Digraneskirkju er 5541620
18. maí 2018 - 15:38
Sr. Gunnar Sigurjónsson