Á sunnudaginn 27. október næstkomandi verður fjölskyldumessa með Halloween þema í Hjallakirkju kl 11. Við ætlum að syngja saman sunnudagaskólalögin, heyra sögu af Jesú og allir eru hvattir til að mæta í búning!
Halloween hljómar smá einsog Halló vinur og það verður þema messunnar – í kirkjunni eru allir vinir.
Messan er í umsjá sr Karenar, sr Helgu, Láru organista og Söru Björt leiðtoga í sunnudagaskólanum.
Veitingar í safnaðarsal að messu lokinni!
25. október 2019 - 11:11
Helga Kolbeinsdóttir