Halla Marie Smith er nýr æskulýðsfulltrúi Digranes- og Hjallakirkju. Hún mun, ásamt sr Helgu æskulýðspresti, hafa umsjón með barna- og æskulýðsstarfi safnaðanna. Halla hefur áralanga reynslu af barnastarfi, bæði hjá KFUM og KFUK og kirkjunni. Hún starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Salts, kristins samfélags og sem leiðtogi í sunnudagaskóla Digranes- og Hjallakirkju frá því í haust. Halla stundar nám í Tómstunda og félagsmálafræði við Háskóla Íslands samhliða starfi sínu hjá okkur. Við erum glöð og þakklát að fá Höllu til starfa, en framundan eru spennandi verkefni og munum við áframhaldandi vinna markvisst að því að byggja upp fjölbreytt og öflugt barna- og æskulýðsstarf í söfnuðunum. 

 

10. janúar 2020 - 09:44

Helga Kolbeinsdóttir