Á sunnudag verður helgistund í Digraneskirkju kl. 11:00. Sr Helga og Sísa organisti sjá um stundina sem verður með einföldu sniði. Boðið upp á kaffi og kleinur í safnaðarheimili að helgistund lokinni.
Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í kapellu!
Vegna samkomutakmarkana í kjölfar COVID-19 verður ekki gengið til altaris.
Pistill dagsins (3:4-9)
Það er vegna Krists sem ég er svo öruggur frammi fyrir Guði. Ekki svo að skilja að ég sé sjálfur hæfur og geti eitthvað sjálfur heldur er hæfileiki minn frá Guði. Guð hefur gert mig hæfan til að vera þjónn nýs sáttmála sem ekki er ritaður á bók heldur er hann andlegur. Því að bókstafurinn deyðir en andinn lífgar.
Lögmálið var skráð með bókstöfum og höggvið á steina. Þó að þeir sem þjónuðu því dæju var dýrð þess slík að Ísraelsmenn gátu ekki horft framan í Móse vegna ljómans af ásýnd hans sem þó varð að engu. Hversu dýrlegri mun þá sú þjónusta vera sem fram fer í anda? Ef þjónustan sem sakfellir var dýrleg þá er þjónustan sem réttlætir enn þá auðugri að dýrð.
29. ágúst 2020 - 14:19
Helga Kolbeinsdóttir