Safnaðarstarf eldri borgara.
Dagskrá alla þriðjudaga í Digraneskirkju.
Öllu verði er stillt í hóf. Hádegisverður og kaffi kosta 1.000 kr.
8. september kl. 12.00-13.30.
Starfið hefst með samráðs- og hugmyndasamveru 8. september í Digraneskirkju kl. 12.00-13.30. Við ræðum saman hvernig við viljum skipuleggja starfið á tímum Covid og komum með hugmyndir saman að dagskrá vetrarins. Nýr prestur sr. Bolli Pétur Bollason kynntur til leiks. Súpa og brauð í boði.
15. september kl. 11:50-14:30
Þann 15. september hefst starf eldri borgara kl. 11:50-14:30 að lokinni leikfimi sem verður á sínum stað kl. 11.00. Í hádegisverð verður boðið upp á kótilettur. Helgistund verður kl. 12.30 og að henni lokinni mun sr. Bolli segja frá.
Dagskrá vetrarins verður fjölbreytt að vanda. Heimsóknir, samsöngur, örtónleikar, styttri og lengri ferðir auk helgistunda er brot af því sem hefur verið gert. Sr. Karen Lind Ólafsdóttir hefur umsjón með starfinu ásamt sr. Helgu Kolbeinsdóttur, sr. Bolla Pétri Bollasyni, Sólveigu Sigríði Einarsdóttur organista, Guðrúnu Sigurðardóttur djáknanema og að sjálfsögðu húsmóðurinni sjálfri, Ólöfu Jónsdóttur.Gott samstarf er við Íþróttafélag aldraðra í Kópavogi og hefur margt skemmtilegt verið gert í sameiningu.
Leikfimin er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 11.
Kirkjubíllinn sækir eldri borgara heim að dyrum á þriðjudögum. Panta þarf far kl. 9 um morguninn. Farið kostar kr. 500 fram og til baka.
Opið hús er alla þriðjudaga yfir veturinn frá kl. 11 og fram eftir degi.
1. september 2020 - 13:55
Karen Lind Ólafsdóttir