Lestur: Halla Marie Smith
Hugvekja og blessun: Sr Helga Kolbeinsdóttir
 

Guðspjall (Matt 26.17-30)
Á fyrsta degi ósýrðu brauðanna komu lærisveinarnir til Jesú og sögðu: „Hvar vilt þú að við búum þér páskamáltíðina?“
Hann mælti: „Farið til ákveðins manns í borginni og segið við hann: Meistarinn segir: Minn tími er í nánd, hjá þér vil ég halda páska með lærisveinum mínum.“
Lærisveinarnir gerðu sem Jesús bauð þeim og bjuggu til páskamáltíðar. Um kvöldið sat Jesús til borðs með þeim tólf. Og er þeir mötuðust sagði hann: „Sannlega segi ég ykkur: Einn af ykkur mun svíkja mig.“
Þeir urðu mjög hryggir og sögðu við hann, einn af öðrum: „Er það ég, Drottinn?“
Hann svaraði þeim: „Sá sem dýfði brauðinu í fatið með mér mun svíkja mig.Mannssonurinn fer að sönnu héðan svo sem um hann er ritað en vei þeim manni sem því veldur að Mannssonurinn verður framseldur. Betra væri þeim manni að hafa aldrei fæðst.“
En Júdas, sem sveik hann, sagði: „Rabbí, er það ég?“
Jesús svaraði: „Það eru þín orð.“
Þá er þeir mötuðust tók Jesús brauð, gerði þakkir, braut það og gaf lærisveinunum og sagði: „Takið og etið, þetta er líkami minn.“
Og hann tók kaleik, gerði þakkir, gaf þeim og sagði: „Drekkið allir hér af. Þetta er blóð mitt, blóð sáttmálans, úthellt fyrir marga til fyrirgefningar synda. Ég segi ykkur: Héðan í frá mun ég eigi drekka af þessum vínviðar ávexti til þess dags er ég drekk hann nýjan með ykkur í ríki föður míns.“
Þegar þeir höfðu sungið lofsönginn fóru þeir til Olíufjallsins.

 

31. mars 2021 - 16:36

Helga Kolbeinsdóttir