Guðsþjónusta í Digraneskirkju kl 11:00
Sr Gunnar Sigurjónsson leiðir ásamt Matthíasi Baldurssyni. Léttar veitingar að stundinni lokinni (500 kr. á hvern fullorðinn)
Guðsþjónusta með léttara sniði í Hjallakirkju kl. 17:00
Sr Bolli Pétur Bollason leiðir stundina ásamt Matthíasi Baldurssyni.
Verið hjartanlega velkomin!
Guðspjall dagsins (Matt 23.1-12):
Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna: „Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. Því skuluð þér gera og halda allt sem þeir segja yður en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara því þeir breyta ekki sem þeir bjóða. Þeir binda þungar byrðar og leggja mönnum á herðar en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær einum fingri. Öll sín verk gera þeir til að sýnast fyrir mönnum, þeir breikka minnisborða sína og stækka skúfana.Ljúft er þeim að skipa hefðarsæti í veislum og æðsta bekk í samkundum, láta heilsa sér á torgum og kallast meistarar af mönnum. En þér skuluð ekki láta kalla yður meistara því einn er yðar meistari og þér öll bræður og systur. Þér skuluð ekki kalla neinn föður yðar á jörðu því einn er faðir yðar, sá sem er á himnum. Þér skuluð ekki heldur láta kalla yður leiðtoga því einn er leiðtogi yðar, Kristur. Sá mesti meðal yðar sé þjónn yðar. Hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða
13. ágúst 2021 - 10:48
Helga Kolbeinsdóttir