Næsta sunnudag 5.sept verður skemmtileg guðsþjónusta í Hjallakirkju kl.17:00. Hjónin sr.Bolli Pétur Bollason og sr. Sunna Dóra Möller leiða stundina sem nefnist paramessa. Ekki er þó skylda að vera í sambandi til að mæta og allir hjartanlega velkomnir.
Hvort sem þið eruð pör, ein, í sambandi, hjón eða jafnvel fráskilin þá er þetta stund fyrir öll sambúðarform þar sem tilgangurinn er að lyfta upp ástinni og gleðinni.
Matthías V. Baldursson stjórnar tónlistinni og leikur á píanó, Friðrik Karlsson á gítar og hinn nýstofnaði Lofgjörðarhópur Hjallakirkju sér um sönginn.
Eftir stundina verður boðið upp á mat í safnaðarsalnum.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
31. ágúst 2021 - 19:36
Sunna Dóra Möller