Digraneskirkja kl. 11:00 – Hefðbundin Guðsþjónusta. Sr. Sunna Dóra leiðir stundina ásamt Kára Allanssyni og félögum í Karlakórnum Esju.
Sunnudagaskóli er samtímis í kapellunni á neðri hæð Digraneskirkju í umsjá Höllu æskulýðsfullrúa og leiðtoga. Öll börn hjartanlega velkomin!
Léttar veitingar í safnaðarsal kirkjunnar að messu og sunnudagsakóla loknum.(500 kr. á mann og hámark 1500 kr. á fjölskyldu).
Hjallakirkja kl. 17:00 – Guðsþjónusta með léttara ívafi. sr Helga, Matti og Lofgjörðarhópur Hjallakirkju. Léttur kvöldverður í safnaðarsal eftir stundina (500 kr. á mann og hámark 1500 kr. á fjölskyldu).
Guðspjall sunnudagsins (Mrk 4.21-25)
Og Jesús sagði við þá: „Ekki bera menn inn ljós og setja það undir mæliker eða bekk. Er það ekki sett á ljósastiku? Því að ekkert er hulið að það verði eigi gert opinbert né leynt að það komi ekki í ljós. Ef einhver hefur eyru að heyra, hann heyri!“
Enn sagði hann við þá: „Gætið að hvað þið heyrið. Með þeim mæli, sem þið mælið, mun ykkur mælt verða og við ykkur bætt. Því að þeim sem hefur mun gefið verða og frá þeim sem eigi hefur mun tekið verða jafnvel það sem hann hefur.“
29. september 2021 - 10:08
Sunna Dóra Möller