Sr. Bolli Pétur Bollason hefur verið safnaðarráðinn við Digranes- og Hjallaprestakall frá og með 1. október í 50% stöðuhlutfalli. Verkefni sr. Bolla eru að halda utan um eldri borgarastarf prestakallsins ásamt því að sinna æskulýðsstarfi og almennu helgihaldi. Sr. Bolli sinnir einnig sálgæsluþjónustu við sóknarbörn og athöfnum á borð við skírn, brúðkaup og útfarir. Viðtalstímar við sr. Bolla eru eftir samkomulagi en hann er með netfangið bolli.petur.bollason@gmail.com.
Við erum afar glöð og þakklát fyrir þann liðsauka sem prestakallið fær í störfum og reynslu sr. Bolla Péturs og hlökkum til samstarfsins við hann.
6. október 2021 - 18:24
Sunna Dóra Möller