Kæru foreldrar og forráðafólk barna í fermingarfræðslu í kirkjunni okkar.

Meðal þess sem börnin fá að kynnast í fermingarfræðslunni í vetur er þróunarsamvinna og hjálparstarf á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Fermingarbörnin fá fræðslu um þær erfiðu aðstæður sem fólkið á verkefnasvæðum í Úganda og Eþíópíu glímir við og við munum ræða saman um sameiginlega ábyrgð þjóða heims á því að allir jarðarbúar fái lifað mannsæmandi lífi.

Í kjölfar fræðslunnar býðst börnunum að taka þátt í fjáröflunarátaki fyrir verkefnum sem kynnt hafa verið en þátttaka í átakinu er að sjálfsögðu valfrjáls. Við förum í verkefnið 31. október og í fyrstu vikunni í nóvember.

 

Börnin fá þá tækifæri til þess að sýna náungakærleik í verki með því að ganga í hús í sínu nærumhverfi með söfnunarbauk Hjálparstarfsins og bjóða fólki að taka þátt í verkefnunum með fjárframlagi.

Hér er hlekkur með  leiðbeiningar til fermingarbarna

2021-Sofnunarleidbeiningar-til-fermingarbarna

27. október 2021 - 14:47

Sr. Gunnar Sigurjónsson