Sunnudaginn 12. desember verður hið hefðbundna jólaball sunnudagaskólans haldið í Digraneskirkju kl 11:00. Börnin sýna helgileik (mæting frá kl 10:30 fyrir þau börn sem vilja taka þátt í helgileiknum). Þetta verður notaleg stund inn í kirkjunni, við syngjum jólalög og börnin fá mandarínur og gotterí með sér heim.

Stundin er í umsjá sr Karenar, Höllu Marie æskulýðsfulltrúa og leiðtoga barnastarfsins.

Allir velkomnir!

 

9. desember 2021 - 18:04

Halla Marie Smith