Hertar aðgerðir eru í farvatninu og gætu orðið að veruleika á næstu dögum. Í ljósi þessa hefur biskup komið með þau tilmæli að aflýsa helgihaldi á sunnudag og við munum halda okkur við það meðan ástandið er óbreytt. Þetta á við um guðsþjónustur og sunnudagaskóla.
Einnig höfum við safnaðarstarf eldri borgara áfram í bið þar til meira svigrúm verður gefið fyrir slíkar samkomur.
Áætlað var að hefja barnastarf í næstu viku, í ljósi þess að faraldurinn virðist herja meir á börn núna (sem mörg eru óbólusett) er líklegt að við þurfum að endurskoða þá ákvörðun.
Sömuleiðis gætum við þurft að breyta fyrirkomulagi fermingarfræðslu með litlum fyrirvara. Ef aðgerðir verða hertar fyrir helgi er ljóst að áður auglýst fermingarfræðsla getur ekki farið fram með þeim hætti sem lagt var upp með.
Um leið og ljóst er hvort og þá hvaða reglur taka gildi verður ákvörðun tekin um ofangreinda þætti.
Óttast eigi því að ég er með þér, vertu ekki hræddur því að ég er þinn Guð. Ég hjálpa þér, ég hjálpa þér, ég styð þig með sigrandi hendi minni. Jesaja 42.10
12. janúar 2022 - 15:02
Helga Kolbeinsdóttir