Helgihald í Digranes- og Hjallaprestakalli sunnudaginn 27. mars verður með eftirfarandi hætti:
Fjölskyldumessa í Digraneskirkju kl. 11.00 í umsjá sr. Helgu og leiðtogum sunnudagaskólans. Ásdís Þorvaldsdóttir spilar undir. Súpusamfélag í safnaðarsal að messu lokinni. Velkomin í skemmtilega stund fyrir alla fjölskylduna.
ABBA messa í Hjallakirkju kl. 17.00. Stórkostlegur boðskapur og mikil tónlistarveisla með lögum eftir ABBA. FRÍTT INN ! Að sjálfsögðu verða textum varpað upp á vegg svo allir geta sungið með!
Gítar: Friðrik Karlsson,
Píanó: Matthías V. Baldursson.
Söngur: Áslaug Helga, Katrín Hildur og Kristjana Þórey
Prestar eru sr. Sunna Dóra og sr Karen Lind.
Að lokinni ABBA messu er fundur fyrir foreldra fermingarbarna.
Verið hjartanlega velkomin til kirkjunnar.
25. mars 2022 - 19:50
Helga Kolbeinsdóttir