Helgihald í Digranes- og Hjallaprestakalli sunnudaginn 15. apríl verður með eftirfarandi hætti:
Messa er í Digraneskirkju kl. 11.00. Organisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir og félagar úr Samkór Kópavogs leiða söng.
Súpusamfélag í safnaðarsal eftir messu.
Messa er í Hjallakirkju kl. 17.00. Hljómssveitin Sálmari leiðir tónlistina. Prestur er sr. Helga Kolbeinsdóttir.
Verið hjartanlega velkomin í kirkjuna.
Pistill sunnudagsins (Jak 1.17-21):
Sérhver góð gjöf og sérhver fullkomin gáfa er ofan að, frá föður ljósanna. Hjá honum er engin umbreyting né flöktandi skuggar. Hann er ávallt hinn sami. Hann ákvað að láta orð sannleikans vekja okkur til lífs til þess að við skyldum vera frumgróði sköpunar hans.
Vitið þetta, elskuð systkin. Hver maður skal vera fljótur til að heyra, seinn til að tala, seinn til reiði. Því að reiði manns ávinnur ekki það sem rétt er í augum Guðs. Leggið því af hvers konar saurugleik og alla vonsku og takið með hógværð á móti hinu gróðursetta orði er frelsað getur sálir ykkar.
14. maí 2022 - 11:56
Helga Kolbeinsdóttir