Leikjanámskeið Digranes- og Hjallakirkju
Aldur: 5-7 bekkur (börn fædd 2010-2012)
Við munum bjóða upp á tvö leikjanámskeið í sumar:
Fyrra námskeiðið er haldið í Digraneskirkju 7-10. júní
Seinna námskeiðið er haldið í Hjallakirkju 19-22. júlí
Dagskrá
Námskeiðin eru haldin þriðjudag til föstudags frá kl. 9:00-13:00. Námskeiðin byggja á leik, söng, föndri og fjöri. Á hverjum degi er sögustund þar sem börnin læra um kristin gildi, einsog náungakærleika, vináttu og þakklæti. Börnin mæta með nesti.
Umsjón með námskeiðinu hafa sr Helga Kolbeinsdóttir og Sara Lind æskulýðsfulltrúi ásamt leiðtogum. Nánari upplýsingar á netfangið helga@digraneskirkja.is
18. maí 2022 - 12:57
Helga Kolbeinsdóttir