Digraneskirkja kl 11:00. Messa í umsjá sr Helgu. Tónlist í umsjón Arngerðar Maríu Árnadóttur og félaga úr Samkór Reykjavíkur. Léttar veitingar að messu lokinni.
Hjallakirkja kl. 17:00. Afmælismessa Hjallasöfnuðar en hann var stofnaður 25. maí árið 1987 og er því 35 ára! sr Karen Lind leiðir stundina. Formaður sóknarnefndar, Andrés Jónsson, segir frá sögu safnaðarins. Lofgjörðarhópur Hjallakirkju annast tónlist undir stjórn Matta Sax. Veislukaffi eftir messu. Allir velkomnir!
Lexía sunnudagsins (Jer 29.11-14a)
Því að ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð. Þegar þér ákallið mig og komið og biðjið til mín mun ég bænheyra yður. Ef þér leitið mín munuð þér finna mig. Þegar þér leitið mín af öllu hjarta læt ég yður finna mig, segir Drottinn.
19. maí 2022 - 12:08
Helga Kolbeinsdóttir