Frá og með 1. júlí-2. ágúst næstkomandi verður Digraneskirkja lokuð vegna sumarleyfa. Helgihald á sunnudögum færist því úr Digraneskirkju yfir í Hjallakirkju í júlí.

Opið verður í Hjallakirkju í júlí alla þriðjudaga-fimmtudaga frá 10.00-14.00. Guðrún Sigurðardóttir tekur við bókunum á kirkjum vegna athafna og svarar fyrirspurnum á opnunartíma í síma 554-6716 og á netfanginu gudrun@hjallakirkja.is

Sr. Sunna Dóra Möller sóknarprestur er á vaktinni og hægt er að ná í hana á netfanginu sunna@hjallakirkja.is.

sr. Helga Kolbeinsdóttir er í sumarleyfi til 15. júlí en eftir það er hægt að hafa samband við hana á netfanginu helga@digraneskirkja.is

sr. Karen Lind Ólafsdóttir er í sumarleyfi frá 1. júlí-2. ágúst.

Með ósk um að við njótum öll sumars og sólar.

Starfsfólk Digraness – og Hjallaprestakalls.

29. júní 2022 - 11:08

Sunna Dóra Möller