Kæru foreldrar fermingarbarna 2023

Nú líður að upphafi fermingarfræðslu Digranes- og Hjallakirkju!

Dagskráin hefst með kynningarmessu í Digraneskirkju á sunnudag (14. ágúst) kl 11:00.

Strax að messu lokinni kynnum við fyrirkomulag fræðslunnar í vetur, því er mikilvægt að allir sem hafa tök á mæti í messu (fermingarbörn og foreldrar).
(Ef þið hafið ekki tök á að mæta er þó óþarfi að örvænta, við munum senda glærurnar í tölvupósti til ykkar eftir fundinn.)

Haustnámskeið fermingarbarna hefst svo á mánudag (15. ágúst) samkvæmt áætlun.
Við skiptum börnunum í tvo hópa, þau börn sem tilheyra Digranessókn mæta í fyrri hópinn (kl. 10-12) og þau börn sem tilheyra Hjallasókn í seinni hópinn (kl. 13-15).

Börnin fá afhent námsgögn í kennslunni í vetur.  Ekki þarf að kaupa kennslubækur eða „Kirkjulykilinn“.

Námskeiðið verður til skiptis í kirkjunum tveim.
Mæting er:

  • Mánudaginn 15. ágúst í Hjallakirkju
  • Þriðjudaginn 16. ágúst í Hjallakirkju
  • Miðvikudaginn 17. ágúst í Digraneskirkju
  • Fimmtudaginn 18. ágúst í Digraneskirkju. (Báðir hópar mæta klukkan 10-12)

Börnin fá létta hressingu í báðum hópum.

Nánari upplýsingar um fermingarfræðsluna og skráning hér

Dagskrá fræðslunnar má finna hér

Hlökkum til að sjá ykkur á sunnudag!

 

Kærar kveðjur,
Prestar og starfsfólk Digraneskirkju og Hjallakirkju

10. ágúst 2022 - 11:29

Helga Kolbeinsdóttir