Félagsstarf eldri borgara hefst að nýju á þriðjudag!
Gleðilegar samverustundir í notalegu umhverfi í Digraneskirkju á þriðjudögum kl. 11-14:30
Kl. 11 Leikfimi ÍAK
Kl. 11.50 Hádegisverður
Kl. 12.40 Helgistund
Kl. 13.00 Dagskrá og kaffi
Við minnum á Kirkjubílinn, akstursþjónustu Digranes- og Hjallasafnaðar, sími: 5541620. Pöntun á þriðjudögum kl. 9-9:30.
Verð báðar leiðir 500 kr.
Öllu verði er stillt í hóf, matur og kaffi er á 1500 kr.
Dagskrá í september 2022
6. sept. Spjal og kósí
13. sept. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir talar um Ást og hugrekki og kynnir bækurnar sínar.
14. sept. Haustferð. Brottför frá Digraneskirkju kl. 10:00, áætluð heimkoma kl. 15:30.
Dagskrá og verð auglýst síðar.
Ath! nauðsynlegt að skrá sig í ferðina!
20. sept. Þórdís Klara Ágústsdóttir les úr ljóðabók sinni.
27. sept. Stefán Halldórsson ættfræðingur. Ættfræðigrúsk á tölvuöld.
Vertu hjartanlega velkomin/n!
1. september 2022 - 11:57
Helga Kolbeinsdóttir