Samkvæmt ákvörðun kirkjuyfirvalda verður gert hlé á helgihaldi í Digraneskirkju í nóvember. Ekki verður röskun á annarri starfsemi innan kirkjunnar. Leikfimi eldri borgara heldur áfram á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 11:00 og matur á þriðjudögum.
Frumskyldur sóknar er helgihald, kærleiksþjónusta og fræðsla sem nærir og eflir trú sem starfar í kærleika. Til þess er haldið uppi:
- reglubundnum guðsþjónustum og séð til þess að sóknarbörn eigi aðgang að sálgæslu í samtali, prédikun, sakramenti og fyrirbæn,
- reglubundnu fræðslustarfi um kristna trú og sið, og stuðningi við trúaruppeldi heimilanna með barnastarfi, fermingarfræðslu og æskulýðsstarfi,
- kærleiksþjónustu á vettvangi sóknarinnar og með aðild að hjálparstarfi og kristniboði kirkjunnar.
Sóknarnefnd hyggst rækta frumskyldur sínar samkvæmt starfsreglum um sóknarnefndir t.d. með iðkun kyrrðarbænar og almennum söng þar sem sjálfboðaliðar leiða starfið.
8. nóvember 2022 - 21:49
Valgerður Snæland Jónsdóttir