3. sunnudagur í aðventu, guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11.
Ásdís og Hálfdán leiða jólastund í sunnudagaskólanum. Dansað verður kringum jólatréð og jólalögin sungin.
Séra Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar fyrir altari og prédikar í guðsþjónustunni. Organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Vinir Digraneskirkju leiða safnaðarsönginn. Súpa, kaffisopi og samfélag að guðsþjónustu lokinni. Verið velkomin!
7. desember 2022 - 22:52
Alfreð Örn Finnsson