Á miðvikudögum á föstunni verður boðið upp á bæn, fiskmáltíð og erindi í Hjallakirkju milli kl. 12 og 13.
Dagskráin hefst með bænastund kl. 12. Því næst verður fiskmáltíð að hætti Stefáns í safnaðarheimili og við fáum góða gesti í heimsókn.
Miðvikudaginn 28. febrúar kemur Pétur Björnsson í heimsókn. Pétur er frá Raufarhöfn, hefur stundað sjómennsku o.fl. og ætlar að segja okkur hressandi sögur.
Fylgist með á Facebook og heimaíðum kirknanna.
Það er vel þegið ef þið skráið ykkur í matinn á hjallakirkja@hjallakirkja.is en máltíðin kostar 1500 kr. með kaffi, kexi og góðum félagsskap.
Verið velkomin!
26. febrúar 2024 - 10:28
Alfreð Örn Finnsson