Fermingarfræðsla fyrir þau sem fermast vorið 2025 hefst með haustnámskeiði 16. og 19. ágúst nk.

Dagskráin er sem hér segir:

Kópavogsskóli og Smáraskóli
Digraneskirkja föstudaginn 16. ágúst kl. 9-12
Digraneskirkja mánudaginn 19. ágúst kl. 13-16

Álfhólsskóli og Snælandsskóli
Hjallakirkja föstudaginn 16. ágúst kl. 13-16
Hjallakirkja mánudaginn 19. ágúst kl. 9-12

Ef tíminn í annarri hvorri kirkjunni hentar betur er alveg sjálfsagt að mæta þangað.
Sama í hvaða skóla krakkarnir ganga.

Rétt að minna á að hvort sem krakkarnir eru skráðir á haustnámskeið eða janúarnámskeið
mæta þau í fermingarfræðslu allan veturinn aðra hverja viku.

Það verður guðsþjónusta sunnudagskvöldið 18. ágúst kl. 20 í Digraneskirkju. Það er hluti
af haustnámskeiðinu og þau sem eru skráð á janúarnámskeið einnig hvött til að mæta.
Létt stund með hressandi tónlist og hvetjandi hugleiðingu frá Önnu Steinsen.
Kaffi, djús, kex og spjall eftir stundina.

Fermingarfræðslan hefst svo eftir miðjan september en við hittumst einu sinni áður en við
förum saman í Vatnaskóg 1.-3. október. En nánari upplýsingar vegna ferðarinnar í Vatnaskóg koma þegar nær dregur.

Fræðsluna í vetur annast prestar kirkjunnar þau Alfreð, Helga og Hildur.

Ef eitthvað er óljóst er velkomið að hafa samband,
sr. Alfreð alfred.orn.finnsson@kirkjan.is
sr. Hildur hildurs@kirkjan.is
sr. Helga er í fæðingarorlofi fram til áramóta en verður með í fermingarfræðslunni.

 

12. ágúst 2024 - 11:56

Alfreð Örn Finnsson