Það verður líf og fjör í kirkjunum okkar á sunnudaginn.

Digraneskirkja kl. 11

Við fögnum 30 ára vígsluafmæli kirkjunnar ásamt því að sr. Alfreð Örn verður settur inn í embætti sóknarprests.

Gróa Hreinsdóttir er organisti, félagar úr Karlakór Kópavogs syngja og sérstakur gestur er Kristján Ingimarsson tónlistarmaður og organisti frá Djúpavogi.

Sr. Bryndís Malla Elídóttir, prófastur, sr. Alfreð og sr. Hildur þjóna við messuna.

Íþrótta- og sunnudagaskóli 

Ásdís, Sigríður Sól og leiðtogar hafa umsjón.

Eftir stundina verða hoppukastalar fyrir utan kirkjuna.

Súpa, grjónagrautur og kaffiveitingar að hætti Lindu og Stefáns.

Hjallakirkja kl. 20

Helgistund    

Hljómsveitin Bræður Móse sjá um tónlistarflutning.

sr. Alfreð leiðir stundina.

Kaffi, molar og spjall.

18. september 2024 - 21:59

Alfreð Örn Finnsson