Dagskrá vikunnar í Samfélaginu:

Digraneskirkja þriðjudagur 8. október

Leikfimi í kapellunni kl.11. Hádegisverður kl. 12, steiktur fiskur að hætti Stefáns og Lindu.

Helgistund kl. 12.30. Að lokinni helgistund flytur gestur okkar að þessu sinni, Guðrún Ágústsdóttir  erindi um afa sinn sr. Bjarna Jónsson Dómkirkjuprest.

Kaffi, molar og spjall.

Hjallakirkja miðvikudagur 9. október

Helgistund kl. 12, hádegisverður og spjall. Prjónasamvera kl. 13.

Digraneskirkja fimmtudagur 10. október

Leikfimi í kapellunni kl. 11, helgistund kl. 11.45, léttur hádegisverður og kaffi.

 

7. október 2024 - 10:46

Alfreð Örn Finnsson