Það verður fjölbreytt helgihald í Digranes- og Hjallakirkju á sunnudaginn.
Digraneskirkja kl.11.
Fjölskylduguðsþjónusta, krakkarnir byrja niðri í íþróttaskólanum og koma svo upp í kirkju. Leiksýning 6 – 9 ára starfsins, söngur og bænir.
Félagar úr Samkór Reykjavíkur syngja undir stjórn Gróu Hreins.
Súpa og samvera á eftir.
Hjallakirkja kl. 20
Bleik messa. Kvennakór Kópavogs syngur undir stjórn Gróu Hreins. Bryndís H Torfadóttir deilir með okkur reynslu sinni hvernig það er að eiga barn sem greinist með krabbamein. Hvetjum fólk til að mæta í einhverju bleiku.
Kaffi, molar og spjall.
11. október 2024 - 10:08
Hildur Sigurðardóttir