Við ætlum að útbúa gjafir í skókassa fyrir börn og unglinga í Úkraínu næsta miðvikudag þann 30. október.
Hægt er að útbúa kassana í kirkjunni eða koma með þá tilbúna. Við sendum svo kassana á KFUM/K Holtavegi en þau sjá svo um að senda þá út og afhenda þá persónulega til hvers og eins barns.
Við lofum skemmtilegri stemningu, tónlist og gleði. Sjáumst!
25. október 2024 - 16:11
Hildur Sigurðardóttir