Foreldrahittingur í vikunni.
Hjallakirkja miðvikudagur 6. nóv. kl. 13-14. Krílasöngur, prjónasamvera og kaffispjall.
Digraneskirkja fimmtudagur 7. nóv. kl. 10-11.30.
Fáum góðan gest að þessu sinni auk þess verður morgunmatur, kaffi og spjall.
Hrönn Guðjónsdóttir heilsunuddari og nálastungufræðingur kemur til okkar fimmtudaginn 7. nóvember kl. 10.00. Hún kennir okkur nokkrar nuddstrokur og fræðir okkur um af hverju það er gott að nudda barnið. Þið fáið afnot af nuddolíu í kennslunni og námsgögn sem þið fáið með ykkur heim. Hún verður með nuddolíur til sölu á góðu verði. Þið þurfið að koma með þykkt, mjúkt handklæði eða annað til þess að hafa undir barninu meðan það er nuddað. Nánari upplýsingar um ungbarnanudd er hér https://www.nalarognudd.is/ungbarnanudd
5. nóvember 2024 - 10:14
Alfreð Örn Finnsson