Digranes- og Hjallakirkja sunnudaginn 17. nóvember

Digraneskirkja kl. 11

Messa 

Hljómsveitin Bræður Móse sjá um tónlistina, sr. Alfreð þjónar. 

Íþrótta- og sunnudagaskóli 

Ásdís, Embla og Sigríður Sól hafa umsjón með fjörinu.

Súpa, grjónagrautur, kaffi og samfélag eftir stundirnar.

Hjallakirkja kl. 20

Guðsþjónusta

Samsöngshópurinn syngur undir stjórn Gróu Hreinsdóttur, organista, sr. Alfreð þjónar.

Kaffi, djús og góðir molar eftir stundina.

Sunnudagur 17. nóvember er Alþjóðlegur minningardagur fórnarlamba umferðaslysa. Við minnumst látinna í bæn, hugsum um ábyrgð hvers og eins í umferðinni og þökkum viðbragðsaðilum. Einkennislag dagsins, When I think of angels verður flutt í báðum kirkjum.

13. nóvember 2024 - 22:05

Alfreð Örn Finnsson