Það verður líf og fjör í kirkjunum okkar á sunnudaginn.
Digraneskirkja kl. 11
Guðsþjónusta
Félagar úr Samkór Kóapvogs leiða sönginn. Kristján Hrannar Pálsson er organisti, sr. Hildur þjónar.
Jólaball íþrótta- og sunnudagaskólans.
Gróa Hreins leikur jólalögin, barnakór Digranes- og Hjallakirkju syngur. Ágústa, Heiða, Kristján og Rúna leiða stundina.
Heyrum jólasögu, fáum límmiða, dönsum í kringum jólatréð og jólasveinarnir koma í heimsókn. Börnin fá glaðning.
Súpa og grjónagrautur í safnaðarheimilinu eftir stundirnar.
Hjallakirkja
Jólatónleikar og samsöngur kl. 19
Barnakór Digranes- og Hjallakirkju ásamt Samkórshópnum syngja jólalögin með okkur.
Messa kl. 20
Kvennakór Digranes- og Hjallakirkju syngur undir stjórn Gróu Hreinsdóttur, organista. sr. Hildur þjónar.
Kaffi, molar og spjall eftir tónleikana og eftir messu.
4. desember 2024 - 19:37
Alfreð Örn Finnsson