
Dagskrá vikunnar í Samfélaginu
Samfélagið er fyrir fólk á öllum aldri, verið velkomin!
Digraneskirkja þriðjudagur 11. febrúar
Leikfimi í kapellunni kl.11.
Hádegisverður kl. 12. Vegna fjölda áskorana bjóða Linda og Stefán upp á plokkfisk.
Helgistund kl. 12.30. Eftir helgistund kemur Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður og sagnfræðingur í heimsókn og segir frá Íslendingum á Ólympíuleikum.
Kaffi, molar og spjall.
Hjallakirkja miðvikudagur 12. febrúar
Bænastund kl. 12, hádegisverður og spjall. Prjónasamvera kl. 13.
Digraneskirkja fimmtudagur 13. febrúar
Leikfimi í kapellunni kl. 11, helgistund kl. 11.45, léttur hádegisverður og kaffi.
10. febrúar 2025 - 09:35
Alfreð Örn Finnsson