
Digranes- og Hjallakirkja sunnudagur 16. febrúar
Digraneskirkja
Messa kl. 11.
Skírt verður við messuna og fjallað um tengsl íþrótta og trúarinnar á Krist út frá textum dagsins.
Félagar úr Samkór Kópavogs leiða sönginn, Kristján Hrannar Pálsson, organisti spilar m.a. íþróttalög, sr. Alfreð Örn þjónar.
Íþrótta- og sunnudagaskóli kl. 11.
Krakkarnir byrja uppi í kirkju og geta fylgst með skírn síðan verður farið niður í hreyfingu, leik, söng og bænir. Ágústa, Heiða, Jakob og Kristján hafa umsjón.
Súpa og grjónagrautur eftir stundirnar.
Hjallakirkja
Guðsþjónusta kl. 20.
Fjallað verður um tengsl íþrótta og trúarinnar á Krist út frá textum dagsins.
Kvennakórinn Rósir syngur með og fyrir söfnuðinn. Kristján Hrannar Pálsson, organistir spilar m.a. íþróttalög og sr. Alfreð Örn þjónar.
Kaffi, molar og spjall eftir stundina.
13. febrúar 2025 - 16:44
Alfreð Örn Finnsson