
Digraneskirkja
🟩 Fjölskyldumessa kl. 11
Í stað hefðbundinnar guðsþjónustu verður fjölskyldumessa í tilefni æskulýðsdagsins.
Barnakór Digranes- og Hjallakirkju leiðir söng undir stjórn Kristjáns Hrannars Pálssonar organista, Helga Bragadóttir prestur, Kristján Óli & Ágústa leiða stundina.
Andlitsmálning, pylsur, ávextir & leikur í kapellunni eftir stundina.
Hjallakirkja
🟩 Messa með Minecraft tónlist kl. 20
Tónlist úr hinum sívinsæla tölvuleik Minecraft verður í forgrunni undir stjórn Kristjáns Hrannars Pálssonar organista & prestur er Helga Bragadóttir.
Kaffi, molar & spjall eftir messu.
26. febrúar 2025 - 13:24
Helga Bragadóttir